Þegar maður kemur frá litlum hafnarbæ, er ekki nema von að maður taki andköf í stórborgum einsog Bratislava, vilji maður gera vel við sig. Í ljósi þess að ég nýt mikillar velgengni ákvað ég að versla mér bíl. Þegar Pavol Paška renndi í hlað á klassískum Renault vissi ég að örlög mín voru ráðin hvað samgöngur varðaði.

Fyrst fékk ég samstarfsmann og meðleigjanda til að kíkja á hjólabúnað enda fátt mikilvægara.

Til að ganga frá svona kaupum þarf ýmislegt að ganga upp. Pappírsvinna hefur fengið nýja merkingu hjá mér eftir veru mína í Slovak Republic.

Fyrir Pavol Paška var þetta gríðarerfiður dagur. Eftir að hafa logið lítillega að mér varðandi skoðunarvottorðið sem svo ekki fékkst, þurftum við að fara útí buskan til að fá skoðun hjá kunningja hans.

Eitt og annað gladdi mitt kapítalíska auga....!

Á leið okkar heim var völlur á félaganum sem reykti og blístraði á víxl.

Í lok viðskipta var að sjálfssögðu tekist í hendur og brosað. Ekki á hverjum degi sem báðir aðilar græða.
Þess má í lokin geta að bíllinn sem keyptur var um miðjan febrúar mánuð hefur ekki tekið feilspor.
Boðskapur þessara viðskipta er að sjálfssögðu að velja klassík.....
10 ummæli:
já hann er afar egilegur þessi bíll.
Kveðja, Lárus
Er þetta nýja ísland?
Friðgeir
Ef þið ætið að sækja Egil heim til Bratislava þá mæli ég frekar með rútunni frá Vín. Fljótari, þægilegri og öruggari.
Palli Ó
Snjómoksturinn er greinilega ekki að vefjast fyrir slövunum. Ég er ánægður með snjóruðningstækið á myndinni.Þetta gætum við tekið upp hjá okkur hérna í kreppunni.
Kveðja.Lobbsterking
Já Egill minn svona er lífið þú varst ekki fyrr búin að kveðja gamlan félaga þegar litli bróðir hans hleypur í fangið á þér ... ég er sammála þér, þú áttir engann annan möguleika um að velja varðandi samgöngur... hann er glæsilegur ... til lykke !!!
kv. Diddi
Það gleður mitt litla hjarta að þú skulir hafa fetað í "gömul" spor af mér varðandi bílakaup . því jú og já ég átti einmitt svona Renault R5 fjögurra gíra bíl í Swiss á sínum tíma .hann var einmitt hvítur líka "alveg eins" ..
Það líður ekki sá dagur að ´´eg hugsa ekki um hann , aldrei klikkaði hann annað en Suzuki bróðir hans sem var alltaf með bilaðan gírkassann ...
Þetta er eðal gripur og til lukku með "Den Hvide" ..djöfull ertu búinn ad eiga marga hvíta bíla úfff
Hrominator
Djöfulli er Skodinn vígalegur með tönnina, alveg spurning um að ég setji svona á minn Skoda.
Kveðja frá Akureyri.
Teddi Stóri
Hvað er hann margra ventla..?
Nafni.
ef mér skjátlast ekki þá er hann 8 ventla en þó með tvöfaldan yfirliggjandi knastás !!!
D
líst mjög vel á þetta. en vantar ekki hjólagrind aftaná eða áttu ekki enn reiðhjól?
van den haag, björn
Skrifa ummæli