Ég gerði mér lítið fyrir og flutti í ríkra manna hverfi. Glæsibifreiðar, villur og löggæsla. Þó er einn vankanntur á. Búum sjö í ca. 80 fm íbúð. Ég fékk að stökkva í stofuna sem er afgirt með ruslrennihurðadrasli. Ekki ólíkt því að búa í tjaldi. Er reyndar að bíða eftir að feikifín aðstaða á efri hæðinni losni en þá mun ég búa nokkuð vel. Stærra herbergi, gluggi, betra eldhús, betri stofa og aðeins einn annar sem býr á þeirri hæðinni. Þann "eðal" fæ ég í síðasta lagi 1. mars.
jebb, afmæli bjórsins og bíð ég hérmeð öllum í ískalt slóvakískt öl í innfluttningspartýinu mínu.

Heimili mitt. Bý þarna þar sem hvíti parturinn er við hlið gula partsins. 2 Slóvakar, 1 Dani, 1 Ítali, 1 Rúmeni og kærasta eigandans er frá Póllandi. Allt er þetta feikifínt lið. Tillitsemi tíðkast ekki á þessu heimili sem er slæmt fyrir tjaldbúann mig en kemur sér vel þegar það kemur sér vel.

Þetta fagra hús er í götunni minni og einsog glöggir leikmenn sjá er hallaskilti þarna enda bý ég í hlíð ekki ólíkri Beverly hlíð. Hinn frægi Bratislava kastali er steinsnar frá heimili mínu. Þangað hef ég þó aldrei komið enda enginn fokking túristi hérna sko.

Eitt af fjölmörgum torgum gamla bæjarins.
Næsta færsla verður klárlega um samgöngur.
8 ummæli:
Kveðjur frá Akureyri til Bratislava. Hitti nokkra Makkar menn um daginn hér á Akureyri en sökum óvæntrar ölvunar man ég ákaflega lítið af samskiptum.
Teddi Stóri.
Mikið væri gaman að fá að sjá mynd af lögreglumanni þarna. Eins póstkassa eða brunahana, merkilegt hvað má lesa mikið úr þannig hlutum.
Hafðu það gott, kv. Matti
Ertu ekki líka að fylgjast með Crewe?
Matti
líst vel á þetta. bíð eftir fleiri skýrslum.
kv b
ES hvað var það sem þú fílaðir við Austurríki og bæjaraland? Rasplegið kjöt? Hvað er bæjaraland?
B
Moving up in life Egill ... þetta líst mér á enda nenni ég ekki að koma í heimsókn nema þú búir í "betri" hlutanum ... mér leiðist fátækt..
en taktu nu myndir af einhverju fólki fjandinn hafi það býr enginn í þessu landi ?...
Það hljota að koma margar skemmtilega myndir af fólki í samgöngu blogginu ..hef verið ad lesa mer til a netinu og komst ad þvi ad Slóvakar hafa ódrepandi áhuga á almenningsamgongum , selst vist ekkert af bilum þarna sa markadur er halfdaudur.. er þetta rett?
Kv Hrominator
Egill, er pælingin að við Óli sofum með þér í þessu tjaldi á föstudaginn og í 3 nætur eftir það? Þar fór frí gisting fyrir kattarnef!
Palli
Það verður notarlegt hjá ykkur félögunum um helgina. Palli er nú ekki vanur að sofa mikið í svona ferðum og því mæli ég nú bara með því að hann sleppi því bara að bóka hótel.
Langar annars að óska þér innilega til hamingju með afmælið drengur. Vona að þú hafir nú getað slett eitthvað úr klaufunum því eins og segir í kvæðinu...sorglegur er syndlaus maður !
kv SS
Skrifa ummæli