Já það er ótrúlegt hvað stjarna Hrannars var fljót að falla til jarðar með tilheyrandi hávaða og skítalykt. Kannski ekki skítalykt, meira svona innherjalykt. Þessi lokaspurning Hrannars er náttúrulega hneyksli. Það er við hæfi að næsta spurning verði: hvað gerði Lárus fyrir Hrannar til að verðskulda þrjú stig á silfurfati. Þetta er bara rugl (Þ.Bjaddni).
Að sjálfssögðu er næturvörðurinn einvaldur á blessaðri síðunni og fer létt með að taka stig af mönnum og jafnvel refsa þeim með niðrandi greinum sem ekki endilega innihalda sannleik.
Sjáum hvað setur.
Þrátt fyrir gríðarlegar annir hefur næturvörðurinn komist yfir að lesa bók eftir sjéní um fávita. Jón Gnarr gaf út bók sem reyndar veldur vonbrigðum. Hún er að sjálfssögðu ekki léleg og neyðist ég tilað mæla meðenni enda litið upp til Jóns í gegnum tíðina. Í fáum orðum að þá er Jón skrýtnari maður en ég hélt og þá er nú mikið sagt. Hann hreinlega passaði ekki inní eitt né neitt....
Keppnin:
Lárus 3
Teddi 2
Diddi 1
Eftir stuttar pælingar yfir nokkrum bjórum og einu hvítvínsglasi hef ég ákveðið að hrifsa eitt stig af Lárusi. Ég kemst bara ekki hjá því. Menn eru brjálaðir en að sjálfssögðu út í Hrannar en ekki mig.
föstudagur, febrúar 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
15 ummæli:
Björn minn hví ættir þú að fá stig fyrir Esbjerg?? Þú varst ekki fyrstur með svarið....
ég vil stigið mitt, er brjáluð!
Esjberg: Spurt var um land og bæ, ég var fyrstur með bæinn.
Kilimanjaro: Ég var fyrstur að nefna að hálft kilimanjaro er í kenýa. Grunar mig reyndar að spyrill hafi ekki vitað það og þar með ekki vitað rétt svar við sinni eigin spurningu!
ÁSKORUN:
Burtséð frá ofangreindum tittlingaskít, þá legg ég til að reglur verði settar. Hætt verði að telja saman stig eða þau verði núllstillt með fyrirfram ákveðnum hætti (t.d. mánaðarlega). Og hversu oft má giska á dag?
HRÓS:
Þetta er annars bráðskemmtilegt og á Næturvörður hrós skilið fyrir skemmtilegar spurningar og öra svörun á svör.
Esjberg 2: Og ég kom með Danmörku ásamt Tedda áður en Næturvörður staðfesti að það svar var rétt. Er bannað að svara sama svari og aðrir?
Já fyrstur kemur fyrstur fær.. Það eru reglur í gangi. Það er nokkuð langt síðan ég birti þær á vefnum en þær voru fokking birtar. Annars fagna ég rökstuddri umræðu. Ég hleypti óreyndum manni í verkið og biðst forláts. Ég átti að vita betur. Um leið vilja þakka Hrannari fyrir skeleggar spurningar og vaska framgöngu þar til að hann lagði á ráðin gegn næturverðinum ásamt Lárusi.
Megi þeir iðrast....!
Maður má ekki bregða sér frá til að vinna og þá missar maður af öllum hasarnum. Það er spurning um að segja upp vinnunni og hanga fyrir framan skjáinn í vonum um nýjar spurningar.
Björn...
Þann 16. febrúar 2006 eða fyrir ári síðan birtust reglur í næturleiknum svokalla. Kynntu þér þær...
Do it.
ps. þú getur ekki copy-erað öll svör einsog þú hefur alltaf copy-erað lið mitt í fantasy leiknum. Þú verður að standa á eigin brauðfótum...:)
jæja það er gott að leikurinn er ekki á brauðfótum eins og mætti halda á stundum.
maður gerir líka þá lágmarkskröfu að spyrlar viti svarið við sinni eigin spurningu.
FYRIR ÓNEFNDA AÐILA ER BEST AÐ ENDURBIRTA HÉR REGLURNAR - TAKI ÞAÐ TIL SÍN SEM EIGA:
"Það er kannski að ég skerpi aðeins á reglunum hér.
Nr. 1 Ágiskanir eru einungis leyfðar tvisvar við hverja spurningu áður en að vísbending er gefin út en þá má viðkomandi reyna aftur og það tvisvar.
Nr. 2 Ágiskun má einungis eiga sér stað eftir klukkan 09.00 daginn sem spurningu er varpað í loftið.
Nr. 3 Við ágiskun skal EKKI notast við veraldarvefinn.
Nr. 4 Ágiskun undir dulnefni ógildar spurningu og verður sá er ranglega fór með kenni sitt fundinn með þeim leiðum sem þurfa þykir.
Brot á reglum gefur næturverði vald til að dæma eftir eigin höfði en mun þó ávallt dæma eftir svokölluðum brotastuðli sem ekki verður gefinn upp að svo stöddu.
Jæja, látið á eigin visku/fávisku reyna en munið að virða sanngirnistímamörkin sem gefin voru út í lið tvö hér að ofan. Gangi ykkur vel."
Takk Björn Arnar. Ég er samt að pæla í að fella lið tvö niður enda síbrotinn liður. Hvað segiru um það Björn? Eru einhverjar reglur sem þú vilt notast við. T.d. að bannað sé að nota samstarfsmenn einsog Hrannar gerir alltaf:-)
Mér finnst að regla nr 1 eigi að vera þannig að einungis megi giska einu sinni á hverja spurningu áður en næturvörður úrskurðar um svarið. Og samtals aldrei oftar en tvisvar á sama deginum.
Já það má fella reglu nr 2 úr gildi fyrst margir hafa brotið hana og næturvörður ekki fylgt henni eftir.
Í reglu 3 þá finnst mér að leyfa eigi google og samstarfsmenn, ákveðnir aðilar munu alltaf nota þessar leiðir og því ósanngjarnt að binda þá sem virða spilareglur. Svo má líka segja að ef menn leggja tíma í rannsóknir á google þá sé það menntun og fjárfesting í mannauði fyrir viðkomandi. Ef menn ráðfæra sig við samstarfsmenn þá má segja að það sé styrking á félagsböndum viðkomandi og er því á ný ekki með öllu slæmt. Það yrði því á ábyrgð spyrils að koma með spurningar sem erfitt er að googla. Að öðrum kosti mætti setja í regluna að google sé leyft nema tekið sé fram við spurninguna að vefurinn sé bannaður í það skiptið.
Svo mætti hugsa sér nýja reglu hvað varðar stigatalningu, nokkur losarabragur hefur verið á henni á köflum. Ég t.d. hef oft tekið þátt en veit ekki um að nokkur hafi unnið eitt né neitt, það er bara hljóðlega og handahófskennt að því er virðist, núllstillt og byrjað á ný án þess að nokkur vinni? Kannski ætti að segja í upphafi hvers leiks hve lengi hann stendur - það gæti verið nýja reglan.
Þetta er allt á réttri leið. En mér finnst að við eigum að leggja nokkra 100 kalla inná næturvörðin, hann kaupir svo verðlaunabjór fyrir féð. Þannig að síðustu helgina í hverjum mánuði fær sigurvegarinn þess mánuðs öl.
Ekki slæmt það..hugsið ykkur.
Svo getið þið nátturulega frussað uppí tussuna á ykkur.
Já já Drengir minir góda helgi segji ég nu bara .....
hva? er þessi síða lognuð út?
Hver kaus USA með fallegasta kvenfólkið? Er ekki líklegra að Ísland fái þann titil.
Annars dreg ég mig í hlé í viku frá spurningaleiknum vegna vettvangsrannsóknar í Marokkó.
góða skemmtun í afrikunni, passaðu þig á tækifærissinnunum??
Skrifa ummæli