fimmtudagur, febrúar 01, 2007

febrúar

Þessi mynd er að sjálfssögðu einnig frá þessum fagra bæ.

1. Grímur finnur ástina 6 19%
2. Maðkur finnst í mysu Lárusar 0 0%
3. Einar Bragi fer inn??? 3 10%
4. Slitnar uppúr vinskap Hössa og Óla S. 3 10%
5. Hrannar skiptir út pick-up-num 7 23%
6. Jón Þór fer á­ viðskiptafræði í­ HR. 0 0%
7. Björn Arnar gengur um með gasgrí­mu á götum úti, kemur svo heim og endurreisir Alþýðubandalagið 3 10%
8. Teddi stóri mætir á Makkaræfingu 3 10%
9. Frosti hættir í Mí­nus 4 13%
10. Styrmir flytur til Noregs með konu 2 6%

Í þetta skiptið er um gestaspyril að ræða.

Í hvaða landi er verkið spyr gesturinn okkar..

24 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það má guð vita!! Annars tel ég þetta vera í Argentínu. Svona smá skot í myrkri.

Nafnlaus sagði...

Jamm svipað í gangi hér, þetta er svo nýlegt eitthvað, segi Kýpur...

Nafnlaus sagði...

ég segi Krít

Nafnlaus sagði...

þessi er erfið, ekki væri verra að fá vísbendling. Ég seg að þetta sé eyja vegna þess að ég sé bólstraský á himni. Grasið er gróft og fölleitt og því á suðrænum slóðum. Stytturnar hafa eigi skökk augu eða annað slíkt og eru því af mönnum af indóevrópsku kyni. Stytturnar snúa í vestur, en það má glögglega sjá á því hvernig skugginn fellur á styttuna lengst til hægri.
Þetta verk er því augljóslega á Azoreyjum sem tilheyra Portúgal.

Nafnlaus sagði...

Neibb, þetta er allt meira og minna rangt.
Þetta virðist erfitt hjá mínum ástkæra gestaspyrli.

Nafnlaus sagði...

ég segi Hannover

Nafnlaus sagði...

Hrannar ætti að geta svarið því, með annan fótinn á þýskri grundu og yfirleitt Hannover

Unknown sagði...

Ég segi Færeyjar - mér sýnist gróður benda til norðlægra slóða ef eitthvað er. Listastíllinn er norðulandalegur finnst mér.

Nafnlaus sagði...

Hjaltlandseyjum ??

Nafnlaus sagði...

Ja eda Skotlandi ?

Nafnlaus sagði...

Rétt hjá Birni, norðlægar slóðir.

Nafnlaus sagði...

Norður Írland? Höfnin er einhvern veginn þess leg.

Nafnlaus sagði...

Gæti þetta verið í Finnlandi?

Nafnlaus sagði...

Sýnist þetta vera Reyðarfjörður, vissi samt ekki að þessum styttum.... pólskar frítímastyttur...

Nafnlaus sagði...

Friðgeir Ragnar hér... var að spá aðeins í þessu og gæti þetta verið bobsleðalið þeirra í Kanada sem vann til verðlauna á ÓL í Atlanta. Þessar styttur eru reystar nýlega í Montreal.... hum...

Næturvörður sagði...

Góðar ágiskanir minn kæri Friðgeir en því miður að þá eru þær ansi fjarri lagi.

Vísbending nr. 1

Tóti er spyrillinn.

Nafnlaus sagði...

Þetta er að sjálfsögðu í þýskalandi, nánar tiltekið í Berlín. Það sjá það allir..

Nafnlaus sagði...

Er þetta ekki í Danmörk. Århus kannski.

Nafnlaus sagði...

haha.... þetta er Kúba. Getur ekki annað verið.

Nafnlaus sagði...

ja eða hvar kemur Norræna að landi í Noregi. Segi það. Var þetta rétt?

Nafnlaus sagði...

Tóti = Danmörk. Fattarðu, bygnings, tuborg og allt það. Þetta gat eiginlega ekki verið annað en danskur stíll á styttunum þegar maður pælir í því. Reyndar var kola raforkustöðin á myndinni líka sæmileg vísbending - þetta er Esjberg: http://www.power-technology.com/contractor_images/densit/Image1.jpg

Nafnlaus sagði...

http://www.power-technology.com/contractor_images/densit/Image1.jpg

Nafnlaus sagði...

http://www.power-technology.com/contractor_images/densit/
Image1.jpg

Nafnlaus sagði...

Esbjerg, Danmörk. Þakka Tóta skelegga spurningu