Spurningar þessarar viku eru tvær:
1.Allir þekkja hið ameríska Grand Canyon en gleyma stundum að fleiri eru canyon-in og spurt er, í hvaða landi er þetta fagra canyon???(þú mátt gjarnan smella á myndina)

Dagbók Berlínarkonu var lesin í vikunni sem leið af næturverði. Bókin er af helfarar-toga nema að hún er rituð af Þjóðverja einsog nafnið gefur til kynna. Hún er ekki eins hörð/gróf og minningar Leifs heitins Muller í Býr Íslendingur hér, kannski vegna þess að maður var orðinn vanur nauðgunum strax í fyrsta kafla. Bókin gerist í stríðslok. Dagbókin upplýsti mig ansi mikið um líf Þjóðverja í og eftir stríð. Martha Hillers er vel gefin, vel menntuð og lífsreynd 33 ára kona. Slær stundum á létta strengi og tekst á við niðurlæginguna með skrifunum. Hún telur sig ekki verða ófríska því "ekki vex gras á fjölförnum stíg" og svo minnist hún þess á lokadegi bókarinnar þegar henni verður litið útum gluggann "fyrir framan húsið okkar stöðvaðist kerra sem var dregin af horuðum klár, Lutz Lehman, fjögurra ára gutti, kom aðsvífandi með móður sinni, nam staðar fyrir framan kerruna og spurði með draumkenndum hreim í röddinni: Mamma er hægt að borða hestinn?" Þær eiga það allar sameiginlegt þessar stríðsbækur að hungur yfirtekur allt annað. Mæli með henni og munið að mánudagur í vinnu er betri en helgi í einhverju.
2.Hvað heitir leikarinn sem lék eina geðþekkustu persónu níunda áratugarins???
11 ummæli:
Þetta er einhversstaðar í Suður-Ameríku, ég skýt á Equador. Og hét Corky ekki bara Corky.
Hilsen
Þetta er i evropu ... nanar tiltekid nordur Italiu ?
Þetta atridi er frægt er Corky tekur "fight the power" og byrjadi mikinn usla og mikla ólgu medal þroskaheftra i hinni storu Ameriku.
hver man ekki eftir Corky´s holocaust
Ég held þetta hljóti að vera S America, fyrst að Teddi segir það.
Ég segi Brasil.....
Þetta er allt meira og minna rangt.
Já það slær skökku við þegar jafn vandaðir menn og Corky gera mikinn usla.
Bæði rangt. Allt rangt
Alveg rett þetta gil er i Japan ?
Ég skýt á að þetta Caynon sé í Noregi. Annars veit ég núna hvað Corky heitir réttu nafni, en ég notaði til þess Internetið. Þar fann ég meðal annars offical heimasíðuna og komst að því að hann er á fullu að syngja í bandi. Og ef þið eruð á leiðinni til USA, þá er hann með um 20 tónleika á áætlun fram yfir áramót.
nu ... hvad heitir bandid hans ?
Ef ég svara því þá svara ég spurningunni í leiðinni. Það er spurning hvort mér verður fyrirgefið það? Læt það vaða, The Chris Burke Band. Já og heimasíðan er www.chrisburke.org
Þar er jafnvel gefið upp símanúmer þar sem hægt er að bóka bandið.
S-Africa?????
Já þessi Chris Burke spurning var nú meira svona grín.
Mér hefði þótt vænt um það Larus að þú mundir líka viðurkenna notkun internetsins. S-Africa er rétt svar.
Annars flott gljúfur!
óléoléoléolé
Skrifa ummæli