fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Austurland

Spurningu dagsins tileinka ég Hrannari en þó ekki!! Spurt er:
Í hvaða fagi/sporti er vestið notað sem er á myndinni? Svarið verður birt með vísun á netsíðu.

Af byssubrandinum frá Tulsa sem keyrir um á Ford Ranger er það að frétta að nú er verið að skipuleggja eina með öllu einsog hann kallar hana. Þeir ætla fimm talsins. Einn þeirra er mjög reyndur og veiddi níu rjúpur helgina sem Tulsakid veiddi enga eftir níu-tíma rölt um óbyggðir.
Það verður vægast sagt fróðlegt að fá tölurnar úr þessari ferð. Skilst að Austurland verði fyrir valinu. Þar á að snjóa sem er víst gott í þessum bransa.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eigum við ekki bara að segja að þetta sé notað í manndrápum. Sem sagt hernaðartengt.

Nafnlaus sagði...

Nei Teddi minn...

Nafnlaus sagði...

Nei þetta vesti er notad i stangveidi ... Og kæri næturvördur min rjúpnaveidi mun skila betri árangri en þin kvennaveidi sem helgi eftir helgi endar i næsta Drullupolli.... hahahaha

Unknown sagði...

Eg vil minna menn a ad veidi snyst ad litlu leyti um afla, thetta snyst allt um taekni, hreyfingu og natturuna. Og thegar menn komast i rjupu tha er synd ad drepa meira en 2, nema 100% oruggt se ad allt verdi bordad fyrir aramot.

Næturvörður sagði...

Aflinn skiptir þessa menn öllu máli. Það er bara þannig.

http://www.bhphotovideo.com/c/product/224656-REG/Campco_VENTODL_Safari_Photo_Vest_Large.html

Nafnlaus sagði...

Auðvitað skiptir aflinn miklu máli.ein manneskja borðar 2 rjúpur.Og ef þú ætlar að hætta eftir aðeins tvær þá geturu sleppt því að keyra austur í 7 tíma.mér finnst alltí lagi að vera með 15 rjúpur eftir túr,þá er komið nóg fyrir mína fjölskyldu.En að skjóta meira en maður þarf er útí hött.
Tvær er samt ennþá meira útí hött.

Skýrsla helgarinnar er hér.

Veiðifélagið Massachusets shooters.
eða Guns and grouses(Ekki víst hvort nafnið verður fyrir valinu) Lagði af stað í sýna fyrstu drápsferð á djúpavoginn um helgina.Bullandi þoka og snjókoma og brattar stórgrýttar hlíðar var það sem beið okkar í Snædalnum á laugardagsmorgninum,við vorum komnir á fætur tíu mínutur í 8 og Maður var smá smeikur um að arka eitthvert útí bláinn í dal sem maður hafdi aldrei séð í skyggni með batteryslaust gps tæki í vasanum.Anyway hann Lony var strax búinn að ná einni á fyrstu metrunum,og við héldum að þetta væri bara svona rjúpur um allt.
Nei þessi dalur var ekki með mörgum rjúpum í og nánast vonlaust að sjá þær í þessari þokku og snjókomu.ég rakst á eina niður við gljúfrin þegar ég var að fá mér nesti upp við geysfagran foss,upp með hólkinn og snögg viðbrögð skot fór af fuglinn hvarf fyrir klettabrún og sást aldrei aftur,50/50 hvort ég særði hann eða ekki leiðinlegt svona.Urðum svo varir við nokkrar rjúpur í lok dags en afli dagsins var ein hæna.

Góður dagur enga síður mikið labb og ágætis æfing,allir voru þreyttir og svangir eftir daginn og það var hrikalegt að horfa uppá strákana fá sér örbylgjuhitaðan kjúkling úr localsjoppunni í kvöldmat.Við vorum of þreyttir til þess að kikja á sviðaballið á hótel framtíð um kvöldið þrátt fyrir að vita til þess að heimasðtan á Bragðastöðum væri sjóðheit í okkur.

Vöknuðum stirðir em ferskir á Sunnudagsnorgninum og héldum aftur inní Snædal en nú var heiðskírt og við kunnum aðeins betur á dalinn.Við skiptum okkur þannig að ég og Kris-B fórum saman og Jón,Jón og Hrón fóru í aðra átt.Strax á fyrstu metrunum sáum við spor sem leiddu undir stein svona í 15 metra fjarlægð frá okkur Kris grunaði að þær gætu legi þar sem var rétt því tvær rjúpur skoppuðu undan steininum í sömu andrá,ég flaffaði eina tvívegis en byssan hans Kris stóð á sér.Hrannar var ekki langt undan og náði einni á flugi og Lony tók síðustu.Glæsileg framistaða,dagurinn byrjaði vel,en var svo frekar dapur aflalega séð þangað ti á síðustu klukkutímunum þá sáum við nokkrar og hópurinn stóð uppi með 10 rjúpur(tvær á mann Björn)fólk vorkenndi okkur útaf þessum árangri.Lony fékk 6 stal einni af Jóni Heiðari sem fékk enga,Hrannar með tvær og ég og Kris vorum með sitthvora.
Frábær túr á fallegum stað í alvöru vetrarveðri,mikið gengið en aflinn hefði mátt vera meiri.
Takk fyrir.

Nafnlaus sagði...

Já ætli maður verði ekki að samgleðjast Hrannari yfir Maríu-rjúpunni. Líklega óraunhæft að vona að hann myndi aldrei veiða neitt á ferlinum.
Annars hljómar þessi bransi sem mesta og hollasta skemmtun.

Unknown sagði...

God skyrsla og vıst ad stefan samthykkır svona vınnubrogd. Anaegjulegt einnig ad einungis 2 a mann komu i skottid, eg se tho mikla moguleika a ad baeta mataraedi i klubbnum, kjulli i orbylgju er orugglega eitthva sem tidkast hja villihundum i Bulgariu.