fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Spurning..

Spurt er um þjóð. En hver er hún?

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Landsleikjahlé



24.11. Newcastle - Liverpool Enski boltinn
28.11. Liverpool - Porto Meistaradeild A
2.12. Liverpool - Bolton Enski boltinn
8.12. Reading - Liverpool Enski boltinn
11.12. Marseille - Liverpool Meistaradeild A
16.12. Liverpool - Man. Utd Enski boltinn
22.12. Liverpool - Portsmouth Enski boltinn
26.12. Derby - Liverpool Enski boltinn
30.12. Man. City - Liverpool Enski boltinn

Verða Liverpool hlaðnir stigum um áramótin?
Eru þeir líklegir þetta árið?
Kemur Kewell sterkur inní næsta leik?
Hvað er að gerast íessu??? Diddi!! hvað er að gerast?

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Austurland

Spurningu dagsins tileinka ég Hrannari en þó ekki!! Spurt er:
Í hvaða fagi/sporti er vestið notað sem er á myndinni? Svarið verður birt með vísun á netsíðu.

Af byssubrandinum frá Tulsa sem keyrir um á Ford Ranger er það að frétta að nú er verið að skipuleggja eina með öllu einsog hann kallar hana. Þeir ætla fimm talsins. Einn þeirra er mjög reyndur og veiddi níu rjúpur helgina sem Tulsakid veiddi enga eftir níu-tíma rölt um óbyggðir.
Það verður vægast sagt fróðlegt að fá tölurnar úr þessari ferð. Skilst að Austurland verði fyrir valinu. Þar á að snjóa sem er víst gott í þessum bransa.

föstudagur, nóvember 02, 2007

There´s only one R.A.N.G.E.R.

Maður þarf alltaf að vera fylgjast með einhverju. Margir fylgjast með ensku deildinni, Óli pælir mikið í heimsmarkaðsverði á gulli, Jói Gé liggur yfir gangverði á Audi ´00 turbo, Lalli pælir í krónunni, Einar Bragi skoðar innlásvexti, ég skoða stundum veðurspána, Egill&Grímur vita allt um þorskstofninn, Björn A. pælir í öllu, Husky telur kríur útá Gróttu, Diddi er ekkert að stressa sig áessu og Hrannar fylgist með einhverju og Næturvörður mælir með að menn fylgist með honum.

Þannig er mál með vexti að strákurinn keypti sér haglabyssu. Lét gamlan draum frá Oklahoma rætast.
Hann leggur gríðarlegan metnað í þetta nýja sport einsog sést á myndinni sem ég plataði útúr samstarfsmanni drengsins. Í þessum fyrsta túr veiddist ekkert en nokkrar yndislegar rjúpur áttu víst að liggja í valnum en flögruðu í burt frelsinu fegnar.
"ég skaut samt þrisvar úr nýju byssunni minni en allt kom fyrir ekkert"
og
"þetta er erfiðara en þú heldur"
sagði Hrannar...
Byssuna fékk Hrannar á tugi þúsunda en betur má ef duga skal. Samkvæmt heimildarmanni mínum er stefnt á "veiðiferð" um helgina og verður ansi fróðlegt að sjá hvernig það fer. Af þessu mun ég ekki missa enda kýs ég að fylgjast með Hrannari.

Talandi um Hrannar... Það má læra margt af drengnum. Þó ekki hafi risið stytta af honum við Spartan School of Aeronautics að þá stendur hann vinum sínum framar. Menn ráku upp stór augu þegar hann rendi Ranger-num í hlað á Makkaræfingu um árð. Hrannar var ekki saddur. Nú skilst mér að ægifagur Nissan Navara sé á leiðinni og geri aðrir betur....!!! Meðan við hinir erum að hampa Rangernum læðist Hrannar í skjóli nætur og slær enn og aftur í gegn.
Þess vegna er ég í skýjunum yfir því að sjéní hafi ákveðið að skella sér í grein sem virðist enganvegin liggja fyrir honum. Ein ferð, þrjú skot = ekkert fórnarlamb. Með þessu ætla ég að fylgjast..