fimmtudagur, desember 14, 2006

Birgir Leifur & Jolli

Birgir L. gerir það gott en hver er borgin??? Þessi spurning beinist að sjálfssögðu til Björns jólabarns Arnars.Margt hefur drifið á daga næturvarðar uppá síðkastið. Ráðstefnur, utanlandsferðir, fundir og flutningur lögheimilis ber hvað hæst. Einnig hefur næturvörður staðið í æskuuppgjöri og neyslu áfengis. Áfengi kemur manni alltaf skemmtilega á óvart. Þó er markmiðið yfirleitt að draga úr neyslunni, en vegna þess hve leiðinlegur hversgadgsleikinn er að þá reynist hann (Bakkus) ómissandi félagi og er oft talað umað gera sér dagamun þegar Bakkus er með í för.
Þessi mynd hér að ofan er ansi mögnuð og gæfi ég mikið fyrir að vera þarna enda mikið fyrir jaðaríþróttir. Ég veit ekki til þess að Teddi hafi komið til landsins en þó get ég gefið þá vísbendingu að ég held að Hrannar hafi þvælst þarna um..
Jolli & hinn unnu í hinu:

Eyjólfur Sverrisson 21%

Ásgeir Sigurvinsson 8%

Eiður Smári 8%

Hermann Hreiðarsson 17%

Heiðar Helgu 8%

Ívar Ingimarsson 17%

Annar leikmaður 21%

27 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mig grunar ekki neitt. Ég giska á að landið sé Bandaríkin og borgin sé San Diego. Sammála með Bakkus, það er sama hversu oft maður sver hann af sér eftir helgar, alltaf snýr hann aftur og jafnvel sterkari.
Annars var ég í stuttri heimsókn á klakanum um daginn, svokölluð jólaheimsókn enda kappinn að vinna um jólin. Það var gleðilegt að rekast á Hrannar, Styrmi, Óla og Hödda á Ak og ekki hefði það verið verra ef blessaður næturvörðurinn hefði séð sér fært að vera á staðnum líka.
Kveðja

Nafnlaus sagði...

Þetta er thames áin og er því í englandi. En þetta er líklega ekki borg heldur bær, lílegast í surry.. og mér sýnist þetta vera maidenhead.

Nafnlaus sagði...

eg giska a vatikanid ....

Nafnlaus sagði...

Já ég frétti af Akureyrarhittingnum, minn tími mun koma.
Enginn hefur rétt fyrir sér og feginn er ég að sjá hve víðtæk svörin eru. Virðist fín spurning.
Hrannar þú hefur ekki komið í Vatíkanið.

Nafnlaus sagði...

Shanghai kina

Nafnlaus sagði...

Gömul mynd af London?

Nafnlaus sagði...

þetta gæti líka verið Henley...þar sem hinn vinsæli henley regatta róður fer fram.. ég starfaði þar sem goose patrol eitt sumarið, fylgdi kanadíksum gæsum upp og niður ánna.

Nafnlaus sagði...

nei nei þetta ER shanhai þad er einmitt drullug á sem rennu þarna med þessu snidi en hvad ferninginn vardar ...þad má andskotinn vita..

Nafnlaus sagði...

Þetta er vestur- London, þekki þetta frá því ég vann hjá scotland yard um árið. Maður þekkir þetta nú.

Nafnlaus sagði...

Hello goosepatroler.... er þad til ?

Nafnlaus sagði...

Ja, goosepatroler er alavega girnilegt starf. Jafnvel betra en starfið sem Björn gengdi um árið í Danmörku en þar var hann að kanna áhrif ljóss á húðina.
Staðurinn hefur enginn nefnt en Hrannar er næstessu. ég hélt ég fengi nú eitt Varsjár-gisk en jafnvel Gilli goose klikkaði.
Koma svo.

Nafnlaus sagði...

Veit ekki hvort ég þetta er einka keppni eða hvað en ætli manni verði ekki fyrirgefið.

Þetta mun vera borgin Xian í Kína. Þarna var Clinton karlinn einmitt á ferð um árið og fór víst á kostum.

kv SS

Nafnlaus sagði...

hver er SS ??

Nafnlaus sagði...

SS er nasisti sem hafði rangt fyrir sér.
Hér er allt galopið. Þetta er í henni Asíu.
Góða helgi.

Nafnlaus sagði...

Ég ætla að skjóta á Japan. Einhversstaðar nálægt Fuji fjalli. Veit ekkert hvað borg er nálægust því mæta fjalli.

Næturvörður sagði...

Rangt Teddi minn en hafðu gott um helgina.

Næturvörður sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

filipseyjar manilla

Nafnlaus sagði...

Seoul, Suður Kórea

Nafnlaus sagði...

Ferhyrningurinn gæti einnig verid The forbidden city i Peking Kína ??

Nafnlaus sagði...

Þetta er bær sem heitir Chiang Mai og er í norður Tailandi. Þessi staður er þekktur fyrir ýmislegt ma. (og margt merkilegra en) það að Birgir nokkur Kays og Ólafur nokkur Golf eru staddir þar.

http://en.wikipedia.org/wiki/Chiang_Mai

Páll nokkur Ólafs

Unknown sagði...

Thames er ekki svona drullug. Þetta er gríðarerfið spurning - og því vel af sér vikið Páll að koma með rétt svar.

Nafnlaus sagði...

Chiang mai er rétt. Perla norður Tælands.
Varla svo erfið!!

Nafnlaus sagði...

nei nei ekki nema þegar nætur vörður kemur með svona villandi heimildir um staðinn :

Ég veit ekki til þess að Teddi hafi komið til landsins en þó get ég gefið þá vísbendingu að ég held að Hrannar hafi þvælst þarna um..

Eg man nu ekki betur en eg hafi einungis komid til sudur Tailands
Þad er kannski ad Næturvördur fari ad segja her rett frá....svona einu sinni.....

Nafnlaus sagði...

Sannála Hrannsla, ég hef verið þarna sjálfur, ekki var minnst á það, neiiiiii. Ég fór meira að segja uppí klaustur í 1000m hæð og sá yfir alla borgina. Hvernig klikkaði ég á þessu? MAður spyr sig! Kannski að Lassinn hafi verið með hugann við eitthvað annað útsýni en landslagið.. eheheh eeee

Næturvörður sagði...

Ungir drengir frá vesturlöndum átta sig seint á svona stöðum. Jafnvel óli þór seme r staddur í borginni gatetta ekki.

Nafnlaus sagði...

Þeir sem fara til Thailands eru ALLIR pervertar og viðriðni