miðvikudagur, september 27, 2006

September

Samkvæmt útreikningum næturvarðar hefur september verið töluvert betri en júní hvað veður snertir. Tel ég þetta ekki einsdæmi þetta árið. Jú jú það er heitara í júní en engan veginn heppilegt veður til útiveru. Vil ég meina að september einsog hann hefur verið uppá síðkastið sé eitthvert besta veður sem líkami getur verið í, rómantík upp um alla veggi og myrkur þegar það á við. Það má taka það inní reikningana að frjókornaofnæmi gerir ekki vart við sig í september mánuði. Gallinn við september er sá að líkja má honum við sunnudag. Lognið á undan storminum, já eða leiðindunum. Því kvíðir næturvörður næsta sunnudags, helgin búin og september farinn. Takið eftir því að veðrið mun taka stakkaskiptum sem og líðan fólks.
Spurning dagsins er af íslensku landafræðibergi brotin:
Spurt er um kaupstað? Líklega er myndin tekinn í september því ekki er alltaf jafn friðsælt á þessu bæjarstæði.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er náttúrulega þvílíka snjóflóða hættan þarna (ekki nema fjallið sé of bratt) Þannig að ég segi Neskaupstaður.

Nafnlaus sagði...

Eftir nánari athugun þá sé ég að fjallið er klárlega vestfirskt og bærinn er líklega Bolungarvík.
Uppeldisstöðvar Næturvarðarins.

Nafnlaus sagði...

Eftir nánari athugun þá sé ég að fjallið er klárlega vestfirskt og bærinn er líklega Bolungarvík.
Uppeldisstöðvar Næturvarðarins.

Nafnlaus sagði...

Eftir nánari athugun þá sé ég að fjallið er klárlega vestfirskt og bærinn er líklega Bolungarvík.
Uppeldisstöðvar Næturvarðarins.

Nafnlaus sagði...

Er þetta ekki rétt hjá Lárusi? Var ekki Nói Albinói tekin upp þarna?

Nafnlaus sagði...

jú þetta hlítur að vera Bolo

Nafnlaus sagði...

jú þetta hlítur að vera Bolo

Nafnlaus sagði...

Bolo baby Bolo.

Nafnlaus sagði...

Nói var tekin upp á Grundarfirði eða eitthvað svoleiðis