fimmtudagur, júlí 06, 2006

Ítalía - Frakkland


Spurning við hvern við á Sæbrautinni tökum í viðtal næst. Kannski Grím eða jafnvel Tedda. Allavega óskir Reyksins rættust á HM á meðan martröð Einars Braga varð að veruleika.Vonandi er hann ekki of langt niðri en hann benti mér einmitt á þessa síðu þegar ég heyrði í honum áðan.

Fantasy leikurinn er samasem búinn. Egill Sig lang líklegastur enda Björn farinn að leita ráða hjá þeim fyrrnefnda. Menn töluðu um möguleika Johnny´s og Gríms en það er tómt mál að tala um. Hafa ekki nægilega mikið innsæi. Ég bjóst við miðjuþófs-Lalla sterkari en hefði betur sleppt því.

HM tekur enda um helgina og tel ég það hið besta mál. Laugardagsleikurinn verður opinn og skemmtilegur en þýðingarlaus og sunnudagsleikurinn verður einsog Reykurinn mundi segja "einsog góð skák".. Næturvörður vill sjá Zidane fara alla leið á þessu móti víst að valkostirnir eru ekki betri. Verst hvað Ítalirnir eru öflugir.

Liverpool ætla að reyna krækja í Joaquin, Dirk Kuyt og Pennant til viðbótar við Bellamy, Aurelio(Brazil), Paletta(Argentina) og Speedy Gonzales(Chile). Ansi hræddur um að Stórveldið Liverpool verði óstöðvandi í vetur og..........
.........eitt að lokum, Hvenar er þrítugsafmæli Gríms? eða var mér ekki boðið. Ætlaði Reykurinn að join-a. Hvað varð um ungæðingsháttin sem var alltaf í 76-módelunum.

Ps. Björn Arnar hyggur á greinarskrif um stýrivexti Seðlabankans og verður hún birt á þessum miðli... Hver er á myndinni? og í hvaða borg er hann?

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er Hrannar í sínum uppáhaldsbol... þú spyrð um borg sem gæti þýtt ... æææ mér er skítsama... leiðindaspurning...

Nafnlaus sagði...

Stýrivaxta greinin birtist í hagfræðiritinu Vísbendingu fyrir 3 mánuðum síðan. Niðurstaðan var sú að fjármálastjórn ríkisstjórnarinnar hefði ekki verið nægjanlega traust og að stýrivexti hefði átt að hækka meira og fyrr.

Og ég get staðfest að Hampstead Heath Harriers hafa veitt heimsmeistaragilla ráðgjöf og gilli ákvað einnig að setja Gallas í liðið mitt til að minnka líkur á að ég kremji hann á sunnudaginn.

Nafnlaus sagði...

Ju þessi bolur á rætur sinar ad rekja til gamla leikvangs Manchester city .... ....
Alræmdir aðdáendur city koma einmitt fra MOSS SIDE

Nafnlaus sagði...

Ja og spurningunni sem er varpad i þættinum ad þessu sinni er hvad ætlar sitjandi rikisstjorn ad gera til ad ná nidurlögum verdbolgudraugsins ?
háttvirtur landbunadarradherra: umm vid sjaum okkur ekki unnt ad svara þessu ad svo komandi máli..en vonum ad þetta skýrist seinna.........

Nafnlaus sagði...

Ja og spurningunni sem er varpad i þættinum ad þessu sinni er hvad ætlar sitjandi rikisstjorn ad gera til ad ná nidurlögum verdbolgudraugsins ?
háttvirtur landbunadarradherra: umm vid sjaum okkur ekki unnt ad svara þessu ad svo komandi máli..en vonum ad þetta skýrist seinna.........

Nafnlaus sagði...

Sjaldan er góð vísa of oft kveðinn Hrannar.

Nafnlaus sagði...

Rett er þad Larus minn þessvegna mun eg posta þennan link 2 svar
kikid a videoid vidtal vid rooney og crouch
http://www.b2.is/?sida=tengill&id=175776

Nafnlaus sagði...

Liverpool kaupir bara aumingja.
Hvar voru þessir menn á HM?
Þeir eru ekki einu sinni í hópnum!
Augljóst að Liverpool ætlar sér ekki að rífa sig uppúr meðalmennskunni.

Nafnlaus sagði...

Ég er nokk sammála þessum nafnlausa en finnst hann heldur harðorður!

Hvað finnst mönnum um það að Ítalir séu heimsmeistarar????

Nafnlaus sagði...

til hamingju Hössi Reykur