Sko næturverðir hafa ekkert of mikið að gera. Stundum lesa þeir bækur eða blöð, stundum fá þeir sér kríu og stundum vafra þeir um netið. Einmitt í einni af mínum netvöfrum fann ég myndband sem leiddi hug minn að Hrannari, þeim yndislega dreng sem leitt hefur vinahóp sinn með djörfung og áræðni en ávallt gefið sér tíma fyrir hinn auma mann en þá þekkir hann ófáa. Nú hyggur drengurinn á mótorkrosskeppni að Kirkjubæjarklaustri og mun næturvörður að sjálfssögðu færa lesendum sínum fregnir af svaðilförum drengsins en þar tekst hann á við fjöldan allan af reyndum hjólurum ásamt bróður sínum.
Hrannar ef þú horfðir stundum á Good morning Oklahoma og ef þú náðir tengslum við stjórnendur þáttanna að þá ætti þetta myndband að gleðja þig, annars ekki. Gangi þér svo vel á Klaustrinu. Við munum fylgjast með þér og hugsa til þín.
"Röggsamari mann hef ég ekki hitt" BAH
Fróðleikur dagsins: einmitt er netop á dönsku (Hrannar sagði mér það á árunum í Flensborg)
miðvikudagur, maí 24, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Heyrðu hvað segiði um að skella Gerrard í framlínuna í HM? Heyrði rétt í þessu viðtal við kauða þar sem hann segist til í þann slag.
Varðandi spurninguna um látna manninn þá er ég samt hissa hvað þeir eru með hallærislega sjúkrabíla/líkbíla þarna í Seattle. Og djöfull var Kurt mikið fys.
Kurt lifði nú ekki við uppbyggjandi lífshætti.
Gerrard fram er bara hið besta mál. Hann kann að skora svo mikið er víst. Annars héld ég að Spánn taki þetta, einfaldlega freiri poolarar þar.
Ja margar næturnar i Tulsa fóru einmitt í þad ad spá og spekulera um samband Frank Mitchell og Terry Bowers.....Og gledur þad hjarta mitt ad þessar krúsídúllur séu farinn ad deita...
Annars virðast mu menn vera búnir að reka liðslækninn fyrir að segja fyrir stuttu að bati Rooney hafi verið fullkominn. Maður spyr sig hversu skítlegur hann Ferguson getur verið.
Hallærislegt kjaftæði og aðeins í amerísku sjónvarpi.
Ekki bara i amerisku sjonvarpi heldur BARA i Oklahoma sjonvarpi.........
Liverpool back in the hunt, claims Kuyt.
The 25-year-old Dutchman has scored 71 goals in 101 games for Feyenoord.
Heyrdu Egill hvar hef ég verið eiginlega? Ég vissi ekki að þú værir að blogga og það svona helvíti hnyttinn! Fróðmolinn úr Flensborgar gladdi mitt litla hjarta sem fyrrum Flensborgari.
það væri nú gaman Kristí mín að fá stuttan hljóð-file frá þér með framburði orðsins. Netop hljómar jú svo skemmtilega einsog þú veist.
Skrifa ummæli