
Mansteftir United gerðu jafntefli við M.boro í gær. Þeir eiga eitt stig á Liverpool sem vinna allt þessa dagana. Liðin eiga bæði einn leik eftir.
2 Man Utd 37 80
3 Liverpool 37 79
Man U fá Charlton í heimsókn á meðan Liverpool heimsækja Portsmouth.
Charlton eru að kveðja þjálfara sinn til 15 ára á meðan
portsmouth eru í frjálsu spennufalli eftir að hafa tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni að ári.
Charlton vilja vinna en
portsmouth gætu ekki verið meira sama.
Liverpool eru heitir en Man U eru kaldir.
Liðin leika bæði klukkan 15.00 á laugardaginn.
Mér fróðari menn vilja meina að annað sætið skipti gríðarlegu máli því þá rúlla liðin beint inn í riðlakeppni CL. Eftir HM ´06 í sumar þurfa menn hvíld en ekki að keppa við lið einsog Villa real einsog Everton gerðu í fyrra.
Við Diddi ætluðum að fá menn til að fjölmenna á Snóker-sportbar á hverfisgötu. Hvað segja menn/konur um það???
14 ummæli:
Ég mæti með vatnsglasið...synd og skömm en maður þarf að prófa þessi edrútímabil líka..
Ég mæti í gömlum David Beckham bol, með klapphatt á hausnum og Bjössa Harðars mér við hlið....
Nú er um að gera að bíta í skjaldarrendur og hirða þetta 2 sæti af Manure. Áfram Liverpool.
Lárus einsog thú varst vongodur fyrir stuttu um ad M.U.mundu ná fyrsta saetinu.thú ert fínn en ég óska thér öllu illu í thessari barattu.
áfram Liverpool.
Takk eðli.
Láttu ekki hundingjana í útlöndum ná í halan á þér.
Það er aldeilis að menn eru á lífi þarna úti.
Þess má geta að Notts County hans Gauja Þórða er ansi nálægt falli niður í ensku utandeildina. Bara ein umferð eftir. Gaui er kominn á sama plan og við
í FC.M....
´hæ mig langadi bara til að segja hæ'
Eg mæli med ad seinasti leikur sumarsins verdi einmitt vid Notts county .....
Ég mun að sjálfsögðu mæta á heimavöllinn, Hverfisgötu 46 og stiðja okkar menn. Annað sætið væri eins og að vinna bikar!!! Og ef Björn Harðas verður jafn fjörugur og hann var í gær þegar ég hitti hann á Kaffi Pool þá höfum við ekkert að ottast í KOPnum okkar.
Áfram LIVERPOOL, koma svo!!!
Ég væri til í að mæta en kemst ekki. Ætli ég horfi ekki á leikinn á einhverjum Arsenal kránni.
Önnur eru tíðindin líka í boltanum. Millwall er fallið niður í þriðju deild. Þessi baráttujaxlar sem ég sá merja jafntefnli við Crystal Palace um daginn. Slagorð þeirra er, nobody likes us and we don't care.
Áfram Liverpool.
Þess má geta að það er gríðarlegur munur á sjónvarpstekjum. Mér skylst að annað sætið fái 30% og þriðja 15%....
Það reyndar er þá ekki mikið eftir ef Chelsea fær ca. 40% eða meira.....
Hvað segja menn einsog þú Matti um Notts County?? Ertu sleginn eða nokk sama..? Mitt álit er að Gaui eigi að vera sjéní eða auli. Alveg til í að sjá hann falla. Veit ekki af hverju. Aldrei lamdi hann mig!!!
Og Björn, Velkominn í siðmenninguna. Kíkti á myndirnar þínar og leist bara vel á. Einn daginn fer ég í safarí í Afriku.
Það kann að hljóma ljótt, en ég hélt mikið með Gauja þegar vel gekk, þeir voru um tíma efstir og "bókfærði" velgengina á netinu. Svo hvarf áhuginn með árangninum... ég á þó Guðjóni það að þakka að ég hef fylgst fjórðu deild á Englandi... það kalla ég gott... vonandi hann haldi þeim uppi segi ég... kannski þeir mæti Millwall í náini framtíð undir stjórn Íslendings?
Svo er spurning. Hvert fer Guðjón ef hann missir starfið hjá Notts? Hann er svo sannarlega buin að vinna sig niður á botninn á Englandi, líka í Noregi (eða þannig), varla fer hann á Spán, til ítalíu eða Hollands... ég mundi segja Þýskaland eða Ísland? Hvar viltu sjá hann Egill?
Ætli það væri ekki bara best að fá hann til Íslands... Allavega í nokkur ár. Hann væri fínn í að rífa landsliðið upp þegar Eyjólfur er búinn að klúðra því. Til Keflavíkur fer hann ekki, svo mikið er víst.
Skrifa ummæli