þriðjudagur, mars 21, 2006

Gestapistill, þriðji hluti....


Já og jæja dömur mínar og herrar… þá er komið af framhaldi af

“-Stiklað á Stóru, sögurnar á bakvið Elmar Eggertsson-“…3….


Nú til að rifja upp það allra síðast frá því í öðrum hluta þá var partý hjá mér á Hjallabrautinni… þegar þessi ókunnugi maður kemur hjólandi og lendir í þeim hremmingum að verða grýttur…. Nú þegar hann tekur þá ákvör’ðun að grýta karteflunnni til baka þá æða menn askvaðandi út úr partýinu og út á götu til að hafa upp á kauða… nú eins og þið vitið var þetta nú á þeim tíma sem við strákarnir vorum að breytast í menn… þessir menn sem hlupu út, voru ólmir í að sýna þessum manni í tvo heimana og það gerðu þeir…Emmi var svona höfðingin í hópnum en var eitthvað seinn út því að mig minnir að Magnús Samúelsson hafi verið fyrstur að manninnum og jafnvel einum of fljótur því hann áttar sig fljótlega að hann er þarna einn á móti honum… En eftir að Maggi fær svona vægt sjokk, sáum við Kristinn Páll að þarna var að duga eða drepast fyrir Magga því kallinn á hjólinu er orðin fokvondur og það sást á honum að hann var hvergi banginn…þannig Maggi ákveður að vaða ein í kallinn… En það fer ekki betur en svo að kallinn virðist ekki vera alveg jafn saklaus og hann leit út fyrir að vera við fyrstu sýn. Hann tekur Magga og snýr hann niður með léttum “Sniðkrók” og við Páli áttum okkur á því að þetta er einhver glímukóngur og alveg nautsterkt helvíti… og hvað eftir annað reynir Maggi og alltaf nær kallinn að snúa hann niður og taka svo einn léttan löðrung á eftir… Nú þarna rétt á eftir að Kallinn er búin að dúndra Magga niður og slá hann utan undir tvisvar, koma þá hinir strákarnir og sjá þar að Maggi greyið var þar helrjóður í kinnum eftir útreið Glímukóngsinns…Og nú var komið að bjóða kónginum upp í allt annan dans því Elmar var þarna komin og var nú alls ekki sáttur með hvernig Glímukóngurinn var búin að fara með Magga greyið…Emmi kom þarna og ath. Hvort ekki væri allt í lagi með Magga, rétt eins og þjálfari í fimmtaflokki myndi gera, að því loknu minnir mig að hann hafi sagt við Glímukónginn… Jæja Kallinn… nú skal… ég.. sko snýta mér með þér Helvítis pappakassinn þinn!!! Og viti menn Emminn var nú ekki lengi að finna andlit mannsins með hnefum sínum og má segja að hann hafi nú lúskrað vel á kauða þar til við köllum af svölunum að nú ættu menn að hætta… nú Emmi virðir það og segir manninum að drulla sér heim… eitthvað virtis maðurin nöldra, en strákarnir leggja nú heim í átt að blokkinni allir nema Hreggarinn, hann röltir þar að manninum sem virtist nokkuð pústraður eftir áttökin en ekkert alvarlegt... En svo ´þegar allt virtist á enda komið og allur æsingur úti… þá gefur Oli manninum þetta hrikalega olbogaskot sem sér greyið manninum fyrir ferð upp á spítala…. ‘Eg mann hvað mér fannst þetta hrikalegt ´því allt virtist þetta nú búið og var því algjörlega ástæðulaust hjá Óla ... Mig minnir að þetta hafi farið fyrir dóm og allt hafi fallið á óla þar sem við félagarnir kvittuðum allir fyrir því að hann hafi átt alla sökina.… Enda glórulaust hjá drengnum.... Emmi var nokkuð sáttur við þann dómsúrskurð… eins og reyndar flesta held ég……

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Diddi a skilid verdlaun: Besta innlenda raunveruleika frasogn arsins fra N-Hafnafirdi....
Glaesilegt!

Nafnlaus sagði...

Já Diddi þú ert algjört æði. Eretta nokkuð lokapistill um Elmar? ég má ekki til þess hugsa.

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt Diddi. Nei þú ert bara rétt að byrja er það ekki? Þú mátt ekki hætta núna, þú bara mátt það ekki!!!

Nafnlaus sagði...

Þvilik skemmtun þessir pistlar eru eins og heroin eg vill Meir og Meir

Nafnlaus sagði...

Já takk fyrir strákar!
En þið megið ekki gleyma að þakka Elmari fyrir því allt er þetta nú honum að þakka enda allt raunsögur af meistaranum...

Nafnlaus sagði...

En Diddi, þú ætlar ekkert að fara að hætta núna. Þér ber skylda að segja meira frá þessum einstaka félaga okkar. Spurning um að fá Jón Ársæl til að taka við tal við hann?