mánudagur, apríl 24, 2006

Býr Íslendingur hér


Hrannar hafði rétt fyrir sér, bókin Býr Ísl. hér er mögnuð. Ekki frá því að hún sé öflugri en dagbókin hennar Önnu litlu Frank. Þessi er allavega töluvert ljótari. Maður bara getur ekki hætt að lesa um fjandans ástandið sem Leifur heitinn Muller þurfti að láta yfir sig ganga. Merkilegt að menn skuli hampa hakakrossinum í nútímanum og segja hann flottan. Flott nægir mér ekki, burtu með helvítis krossinn. Annars bíður næturvarðar önnur bók í nasistageiranum og mun hún vonandi loka fyrir þennan áhuga sem upp hefur gosið. Sú heitir lestarferðin eða e-ð á þá leið og þurfti hámenntaðan bókmenntafræðing til að benda á þá skrudduna. Svo þarf maður að sjá myndina The whole story um Anne Frank áður en efnið verður lagt til hliðar.

Í lífi næturvarðar gerist ekki blautur skítur. Reyndar gistir hér crew-ið í Erninum, dönskum framhaldsþætti. Þetta lið heldur að það sé frægt en svo tel ég ekki vera, þetta eru bara aular sem halda fyrir manni vöku.

Lassi litli er víst lentur. Þá hlýtur að vera komið sumar, annars væri þessi glaðlyndi hagfræðingur varla að láta sjá sig svona norðarlega. Hann kemur sama dag og fyrsta krían fauk hingað. Vonandi fær maður að knúsa hann á æfingu á morgun í rokinu og haglélunum.

Mökkur group hélt fund um helgina. Fyrir valinu varð laugardagskvöld þar sem vín var haft við hönd og líklega um margt rætt nema framtíð Makkar ef ég þekki Bakkus rétt. Litlar hef ég áhyggjurnar enda Mökkur FC á réttri leið og vonandi koma Óli Stef sem er fyrrverandi landsliðsmaður í greininni og Björn Lundi fljótlega en sá síðarnefndi er sá eini í herbúðum Makkar sem getur hreyft sig í 90 mínútur.
Mundu þegar þú kjamsar á kvöldmatnum í kvöld og finnur til þreytu eða jafnvel smá þynnku að Leifur Muller hefði gefið allt fyrir þínar kringumstæður.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

FCC

FC MÖKKUR

1 FC Cesar 78
2 Carioca 74
3 Thor Thunder 68
4 FC Fitzrovia 61
5 FC DiddiLove 57
6 FC14 55
7 lucky 13 54
8 Johnny 32

Bræðurnir sýndu enn einu sinni að þeir eru snillingar. Sá eldri tók þetta á reynslunni, var yfirvegaður allan leikmánuðinn og skaust svo uppfyrir litla bróður í lokin. Þessi mynd er sú besta sem næturvörður hefur náð af reyknum. Hössi, gangi þér vel í kvöld gegn Barcelona í kvöld, hugur minn er hjá þér.

mánudagur, apríl 10, 2006

Ford Ranger 3.0

Fantasy-vefurinn stendur e-ð á sér. Þó gat ég opnað hann í nótt og man að Lalli leiddi og á tólf stig á mig en ég er í 4. sæti á eftir Thor thunder og FC cesar. Johnny var neðstur sem kom mér á óvart þar sem hann var með Bellamy og Newcastle unnu. FC Fitzrovia átti góða umferð en einnig Diddilove.
Mynd vikunnar er af Tulsa-kid en hann hefur aldrei náð að hrista af sér suðurríkja fílinginn eftir árin í Oklahoma.
Mér hefur borist kvörtun varðandi ljóshærðu ferðalanganna. Það bárust tvær myndir eða svo frá Lassa litla í upphafi ferðar eða fyrir um hálfu ári. Óli brúni keypti svaka cameru í borg hlauparans en viti menn, engar eru myndirnar. Þeir hafa ekki sent mynd, ekki eina. Ég skora því á þessa annars ágætu drengi til að leggja frá sér kokteilinn og senda. Næturvörður hefði gaman að því að birta mynd eða tvær á þessum eftirsótta miðli. Auðvitað verður ekkert birt nema með samþykki. Annars bið ég að heilsa þeim og vonandi ná þeir að slá frá sér þær hindranir sem Óli lýsti í kommentum gærdagsins.
Njótið myndarinnar af Fordinum og munið að svona bíll getur orðið ykkar ef þið farið eftir mottóum flugvirkjans: first duty then pleasure...!

sunnudagur, apríl 09, 2006

Diddilove

Það er fátt um fína drætti hér á þessum miðli. Ástæðan er einföld, ég er að vinna í mínum innri manni. Hjólaði í jóga í vikunni, tók pólskan samstarfsmann minn í útsýnisflug og gaf töluvert fé til góðgerðamála. Fyrir vikið líður mér vel. Betur en þegar sveif á mig á mínu fyrsta fylleríi. Nú er barað kíkja í kirkju í fyrramálið og heyra hvað messa veitir manni. Sjálfssagt unað...!
Glaðari manneskju en þessa 46 ára pólsku konu sem ég flaug með hef ég ekki séð. Vegna óframfærni og undirgefni ætlaði ég ekki að fá hana til að trúa því að þetta gæti átt sér stað. Konan hreinlega skammast sín fyrir að vera til, ber gríðarlega virðingu fyrir mér og vinnur einsog maskína fyrir lágum launum. Húðin í andliti hennar rifnaði hreinlega þegar við svifum yfir Breiðholtið en líklega hefur hún ekki brosað svo árum skiptir. Þessar pólsku eru nefninlega ekki einsog þær asísku sem brosa sífellt.

En ekki gef ég aðeins. Góðvinur minn Diddi hringdi í mig seint á miðvikudagskvöldi og bauð mér í mat á föstudagskvöld. Sounds good sagði ég og þáði gott boð. Var reyndar pínku svekktur að geta ekki fengið mér í glas með matargestum vegna næturvinnu sama kvöld. Það var svolítið mikið að gera þennan dag og ég barðist við tímann til að geta komið tímanlega til Didda (hann býr á holtinu í Hafnarfirði einsog allir vita). Reyndar er Diddi frægur fyrir að taka lífinu með ró á kvöldum sem þessum þannig að þegar klukkan var um 19.30 lagði ég í hann pínku seinn ný sturtaður og vel lyktandi, með tvo Thor-bjóra í poka og drullusvangur eftir busy dag. Á leiðinni til Didda var ég að pæla í því hverjum Diddi hefði boðið. Ég tók nefninlega þá ákvörðun að vita ekkert um gestalistan enda gat henn ekki klikkað að mínu viti. Nöfn einsog Jói roscop, Kristinn Páll, Hössi, Hrannar og Sigrún hljóma ágætlega í mínum kolli. Þegar til Didda var komið brá mér örlítið. Ég vissi að drengurinn er rólegur en þarna var ekkert í gangi. Hann á nærbuxunum einum klæða með rettu en annars ósköp sællegur eitthvað. Inni í annars snotri íbúðinni voru engin ummerki um gleðskap, hvað þá matarboð. Diddi talaði um að Hrannari hefði seinkað á leið sinni frankfurt-keflavík og sagðist svo hafa hringt í Reykinn uppá Fridays ferð að gera. Líklega gleymdist að hafa samband við Næturvörðinn en eins gefandi og hann er orðinn að þá tók ég þá ákvörðun (í skyndi) að vera bara hinn hressasti. Eftir stutt spjall komst ég að því að garnirnar gauluðu í drengnum og reyndist það vera lykillinn að kvöldinu mínu. Hann dreif sig úr nærbuxunum og í sturtu. Stefnan var sett á Fridays þar sem Diddi ætlaði að kynna mig fyrir feikifínum rifjum einsog hann orðaði það. Í Smáralind reyndist vera lokakvöld Idolsins. Það var jákvætt því stemmningin var fín á staðnum en samt ekki mikil bið. Við borðuðum einsog villimenn nema hvað að rifin voru ekki jafn góð og oft áður samkvæmt Didda. Ögn af öli var drukkið og líðanin var góð en hún átti bara eftir að batna því heimili Reyksins var næsti viðkomustaður. Reykurinn fræddi okkur Didda um markaðsmál og sölumennsku. Ég lærði töluvert af þessu en Diddi virtist vita allt um þessi mál og kom oft með góð innlegg í fyrirlestra Reyksins sem fengu mann til að sjá að Diddi sat greinilega ekki aðgerðalaus við nám sitt í Evrópu á sínum tíma. Sæll og glaður eftir öll herlegheitin rúllaði ég niður á bækistöðvar næturvarðar og fattaði það ekki fyrr en löngu síðar að ég hafði brosað út að eyrum alla nóttina.

Siðustu daga hef ég verið að horfa á Masters mótið í golfi. Einsog golf er nú skemmtileg íþrótt að þá verður ekki það sama sagt um áhorfið. Kylfingar eru andskotanum leiðinlegri. Jú jú, eflaust eru þeir fínir sumir hverjir en með hverjum á maður að halda þegar þeir eru allir eins? Á maður að fara eftir derhúfunum eða göngulaginu. Reyndar að Þá er einn helvíti nettur. Nafn hans er John Daly og er þar um ansi skrautlegan mann að ræða. Nenni ekki að fara ofaní saumana á hans málum en Bakkus hefur spilað stóra rullu í hans lífi. hann er högglengstur, ljótastur og asnalegasti golfarinn. Hann hefur tvisvar unnið stórmót en er því miður ekki að finna sig síðustu misseri. Ég mæli með því að þú reynir að taka eftir John. Reyndar get ég skilið menn einsog Lárus sem heldur með Dananum T. Bjorn vegna veru sinnar í Danmörku. skýringu á Tiger Woods aðdáun hef ég ekki.

Bellamy gerði það gott í dag sem kemur johnny og Diddalove vel. Enginn veðjar á Crouch og R. Keane fær ekki athygli margra. Morgundagurinn er ansi skemmtilegur í boltanum þannig að ég býst við að rölta beint á barinn frá kirkjunni. Góða nótt og munið að það er betra að gefa en þyggja.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

spurning fjögur, keppni tvö


Spurt er um nafn látinnar stúlku.


Gaman að sjá hvað menn eru heitir í kommentunum! Allt í lagi að tjá sig þótt árangurinn sé glatatur. Fátt að frétta af Sæbrautinni. Snókermótið er komið á hold og Hössi er alltaf á leið í svokallaða starfskynningu. Líklega látum við verða af því þegar Hrannar kemur frá Germany. Hann er jú hægri hönd næturvarðar.

mánudagur, apríl 03, 2006

Ímundunardeildin

1 -FC14 -----------31
2 -Carioca -------31
3 -Thor Thunder ---26
4 -FC Cesar -------25
5 -Johnny ---------18
6 -lucky 13 -------14
7 -FC DiddiLove ---14
8 -FC Fitzrovia ---11

Herbragð Johnny´s gékk upp. Loks spilaði Arsenal og þá var ekki að spyrja að því og töluvert skýrari mynd komin af deildinni. FC14 gerðu það gott um helgina en mér sýnist Johnny vera hástökkvari umferðarinnar.!! En fást þó ekki stig fyrir Newcastle mennina og bara spurning hvenær Johnny sér ljósið. Carioca-liðar halda góðum dampi en hætt við að betur þurfi ef sigur á að nást.
Arsenal er lið þessarar umferðar og var ástæðan fyrir því að menn sátu eftir með sárt ennið í fyrri umferðinni.
Einn leikur er þó eftir. Blackburn á móti e-u liði.
Óhætt er að útiloka Lucky13, FC Diddilove og FC Fitzrovia frá árangri í deildinni þennan leikmánuðinn.
Styrmir varð 28 ára þann 28, mars og óskar næturvörður honum til hamingju.
Tíu manns mættu á Makkar-æfingu í gær og var um fína æfingu að ræða.